Vilja heimila eftirlit með barnaníðingum

Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpa til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 sem felur það í sér að heimilt verði að viðhafa sérstakt eftirlit með barnaníðingum sem afplánað hafa fangelsisdóm.

Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er flutt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, eru meðflutningsmenn Silju að frumvarpinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Lögð er til breyting á barnaverndarlögum í nýrri grein, 36. gr. undir fyrirsögninni Eftirlit. Þar segir m.a.: „Fangelsismálastofnun veitir Barnaverndarstofu upplýsingar um upphaf afplánunar í þeim tilvikum þegar brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, hefur beinst gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri.

Bendi niðurstöður mats samkvæmt lögum um meðferð sakamála til þess að veruleg hætta sé talin stafa af viðkomandi einstaklingi og í refsidómi er kveðið á um áframhaldandi ráðstafanir í öryggisskyni eftir að afplánun lýkur skulu Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun eiga samstarf um úrræði gagnvart einstaklingnum á meðan afplánun og reynslulausn varir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert