Nýi Herjólfur tókst á við bryggju í 40 m/s

Nýi Herjólfur á leið úr Landeyjahöfn.
Nýi Herjólfur á leið úr Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýi Herjólfur átti í stympingum við austari kantinn á Herjólfsbryggjunni í gær, þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við mbl.is. 

„Það voru hér upp undir 40 metrar í höfninni en þetta var ekkert stórmál. Það þurfti bara að stökkva um borð, leysa ferjuna og færa hana. Sem við gerðum,“ segir Guðbjartur. 

„Vindurinn var bara þannig að hann hafði tekið skipið aðeins frá bryggjunni. Herjólfur var færður inn í Friðarhöfn sem kölluð er.“

Ferjan í fínu lagi

Engar skemmdir urðu á ferjunni að sögn Guðbjarts. „Hún hafði bankast aðeins þarna utan í en það var nú ekki að sjá að það væru neinar skemmdir.“

Guðbjartur segir veðurfar í og við Vestmannaeyjar þannig að sambærilegar aðstæður komi stundum upp. „Þetta er algjörlega minni háttar en eitthvað sem menn þekkja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert