Ákærður fyrir að slá mann í höfuðið með stólfæti

Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan ítrekað …
Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan ítrekað í höfuð og andlit með stólfæti með þeim afleiðingum að fórnarlambið fékk skurð á hnakka sem sauma þurfti saman með tveimur sporum. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 30. ágúst 2016. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. 

Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan ítrekað í höfuð og andlit með stólfæti með þeim afleiðingum að fórnarlambið fékk skurð á hnakka sem sauma þurfti saman með tveimur sporum. Þá hlaut fórnarlambið einnig brot á vanga- og kinnkjálkabeinum, mar á augnsvæði og augnskaða sem hafði í för með sér verulegt sjóntap en sjón hans varð 10% sjón á vinstra auga og 40% sjón á hægra auga. 

Í einka­rétt­ar­kröfu ger­ir fórn­ar­lambið kröfu um fimm millj­ónir króna í skaðabæt­ur, með drátt­ar­vöxt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert