Arinbjörn brotlegur í starfi sínu

Haraldur Johannessen og Arinbjörn Snorrason.
Haraldur Johannessen og Arinbjörn Snorrason.

Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, var árið 2007 ákærður fyrir brot í opinberu starfi, og lauk málinu með viðurlagaákvörðun í héraðsdómi þar sem honum var gert að greiða sekt að fjárhæð 200.000 krónur.

Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Arinbjörn í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Viðtal Morgunblaðsins við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á laugardag vakti mikla athygli og var Arinbjörn á meðal þeirra sem tjáðu sig um viðtalið og gagnrýndu Harald. Í kjölfarið vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar og gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.

Í ársskýrslu ríkissaksóknara frá árinu 2007 segir að Arinbjörn hafi verið ákærður fyrir að hafa „misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.

Þá kemur fram í álitsgerð nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að af ferilvöktun frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi mátt sjá að bifreiðinni sem Arinbjörn ferðaðist með hafi hraðast verið ekið á 185 km hraða á klukkustund.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á fund Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Þar verður rætt um ástandið innan lögreglunnar og það sem fram hefur komið í fréttum undanfarna daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »