Benda nemendum á hvert þeir geta leitað

Maðurinn, sem líklega er á þrítugsaldri, gekk inn í kennslustofu …
Maðurinn, sem líklega er á þrítugsaldri, gekk inn í kennslustofu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsráð menntavísindasviðs Háskóla Íslands hvetur samnemendur til þess að kynna sér verklagsreglur Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi í kjölfar þess að maður var handtekinn í Stakkahlíð, einni af byggingum háskólans í dag.

Maðurinn beraði á sér kynfærin í skólastofu skömmu fyrir kennslu og stundaði sjálfsfróun. Hrökklaðist hann í burtu eftir að hróp voru gerð að honum um að láta af hegðuninni. Lögregla kom á vettvang stuttu síðar og fann manninn í byggingunni eftir nokkra leit.

Reyni á þá sem fyrir slíku verði

„Við viljum leggja áherslu á öruggt umhverfi fyrir nemendur og kennara í Stakkahlíð og hvetjum ykkur til að kynna ykkur verklagsreglur Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi,“ segir á facebooksíðu sviðsráðsins.

„Svona atvik, blygðunarsemisbrot og áreitni, reyna á þá sem fyrir þeim verða. Ef einhver vill tjá sig um atburðinn eða ræða hann þá getur viðkomandi haft samband við Láru Rún, mannauðsstjóra menntavísindasviðs, með því að senda póst til lararun@hi.is eða hringja í síma 525-5905,“ segir í tilkynningunni sem jafnframt er send út á ensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert