Fjarskiptasamband í Neskaupstað rofið í nótt

Fjarskiptasamband verður rofið í Neskaupstað í nótt, aðfaranótt miðvikudags.
Fjarskiptasamband verður rofið í Neskaupstað í nótt, aðfaranótt miðvikudags. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Fjarskiptasamband verður rofið í Neskaupstað um tíma í nótt vegna nauðsynlegrar vinnu við búnað. Fram kemur í tilkynningu frá Mílu að áætlaður verktími er um fimm klukkustundir. 

Öll fjarskiptasambönd verða úti í bænum meðan á vinnu stendur. Áætlaður roftími er um fjórar klukkustundir, en vinnu lýkur í síðasta lagi klukkan sex í fyrramálið.

mbl.is