Aftur reynt að kjósa formann nefndarinnar á fundi í dag

Kosning formanns og varaformanna er á dagskrá fundar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem boðaður er klukkan þrjú í dag. Ekki tókst að kjósa formann á fundi nefndarinnar í gær.

Fulltrúi Miðflokksins á að fá embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar, samkvæmt samkomulagi stjórnarandstöðuflokkanna.

Bergþór Ólason var formaður þar til hann tók sér frí frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. Miðflokkurinn tilnefnir hann í embættið nú. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stakk hins vegar upp á Karli Gauta Hjaltasyni, samflokksmanni Bergþórs. Fundinum var þá frestað og hafði hann aðeins staðið í fimm eða sex mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert