Áttunda flugslysið á árinu til þessa

Flak flugvélarinnar á Skálafellsöxl á þriðjudagskvöld.
Flak flugvélarinnar á Skálafellsöxl á þriðjudagskvöld. mbl.is/​Hari

Brotlending flugvélarinnar á Skálafelli í fyrradag er áttunda flugslysið sem komið hefur upp á þessu ári. Ekkert flugslys var skráð á árinu 2018, og var það í fyrsta sinn frá árinu 1969 sem það gerðist.

Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur og rannsakandi á flugsviði, tekur fram í samtali í Morgunblaðinu í dag, að hugtakið flugslys eigi ekki bara við um þegar tjón verði á fólki, líkt og þegar talað er um slys í umferðinni, heldur sé hugtakið einnig notað um atvik þar sem skemmdir á loftfari hafi farið yfir ákveðin mörk, og er þar farið eftir alþjóðlegum stöðlum. Flugslys geti því orðið, jafnvel þar sem allir um borð gangi heilir á húfi frá því.

Ekkert flugslys var skráð á árinu 2018, og var það …
Ekkert flugslys var skráð á árinu 2018, og var það í fyrsta sinn frá árinu 1969 sem það gerðist. Það sem af er þessu ári hafa átta flugslys orðið á sjö stöðum á landinu. Kort/mbl.is

Þá eru tólf önnur atvik, sem metin eru sem alvarleg, sem komið hafa upp á árinu og eru á borði nefndarinnar. Það eru því samtals tuttugu flugslys og svonefnd „flugatvik“ sem komið hafa upp á árinu 2019 til þessa, en auk þeirra eru tólf mál enn til rannsóknar, sem komið hafa upp á fyrri árum. Ragnar segir mjög misjafnt hversu lengi mál séu til rannsóknar hjá nefndinni.

Athygli vekur að á síðasta ári var ekkert flugslys skráð og árið þar á undan voru þau tvö. Aðspurður segir Ragnar tölu flugslysa rokka nokkuð milli ára. „Þetta er ekki stórt úrtak, þannig að hvert flugslys vegur mjög mikið í tölfræðinni,“ segir Ragnar og bætir við að meðalfjöldi flugslysa á síðustu tíu árum sé á bilinu fjögur til fimm á ári. Ljóst er að fjöldi þeirra í ár er í mesta lagi, en árið 2014 voru einnig skráð átta flugslys.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert