Allt að 20 stiga hiti á Norðurlandi

Milt veður er í kortunum og á Norðurlandi gæti hitinn …
Milt veður er í kortunum og á Norðurlandi gæti hitinn farið í 20 stig í dag. mbl.is/​Hari

Suðaustan- og austanátt verður á landinu í dag, hvassast með suðurströndinni þar sem vindur gæti farið upp í 18 m/s og á það einkum við undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. 

Eftir mikla úrkomu síðustu daga verður að mestu þurrt en gera má ráð fyrir vætu af og til á Suður- og Vesturlandi og mögulega björtu veðri. Milt veður er í kortunum og á Norðurandi gæti hitinn farið í 20 stig í dag, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Ekki er mikilla breytinga að vænta í byrjun vinnuvikunnar, áfram austlæg átt og einhver væta víða, en að mestu þurrt fyrir norðan. Eftir miðja viku snýst líklega í ákveðna norðaustanátt með kólnandi veðri og vætu fyrir austan, en þurrt um landið vestanvert.

mbl.is