Þurftu að síga niður að fólkinu við Tröllafoss

Björgunaraðgerðir við Tröllafoss.
Björgunaraðgerðir við Tröllafoss. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitarmenn hafa lokið við að bjarga fólki sem lenti í sjálfheldu við Tröllafoss í Mosfellsdal um hádegisbil í dag. Lauk aðgerðum þar klukkan 14.0 og voru allir þá komnir niður, bæði björgunarfólk og fólkið sem lent hafði í sjálfheldu.

Fyrstu björg­un­ar­sveit­ar­menn voru komn­ir á svæðið um klukk­an eitt og fundu fólkið stuttu síðar. Björgunarmenn þurfti síðan að láta sig síga niður til fólksins, sem var óslasað en skelkað. Aðstoðuðu þeir síðan fólkið við að komast niður brattann. Þar þurfti síðan að vaða yfir á og ganga upp að göngustíg sem lá niður að bílastæði.

Aðgerðin gekk vel og var fólkið ánægt að komast niður, að því er fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.

Björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig síga niður til fólksins sem …
Björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig síga niður til fólksins sem var í sjálfheldu. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Fólkið þurfti svo að vaða yfir á til að komast …
Fólkið þurfti svo að vaða yfir á til að komast aftur á göngustíg og í bílinn. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert