Opinberar framkvæmdir kærkomnar

Framkvæmdir við samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum eiga meðal …
Framkvæmdir við samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum eiga meðal annars að losa um margvíslegar teppur og tafir. mbl.is/Árni Sæberg

„Vilji almennings og fyrirtækja til að greiða veggjöld hlýtur að ráðast af því hvort þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í geri samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu greiðari. Öllum er ljóst að grípa þarf til aðgerða. Við fögnum því að ríki og sveitarfélög ætli í tímabærar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu.“

Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í dag. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var síðastliðinn fimmtudag gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum. Götur verða lagðar í stokk, mislæg gatnamót byggð, vegir breikkaðir og borgarlínan útbúin. Alls á þetta að kosta 150 milljarða króna og þar af verður hlutur vegafarenda, sem greiða notendagjöld, um helmingur. Er þá ónefnt að ýmsar vegaframkvæmdir úti á landi eru fyrirhugaðar, og þar er gert ráð fyrir að gjöld sem vegfarendur greiða fjármagni verkefnin að mestu.

„Nú þegar útlit er fyrir minni umsvif í byggingariðnaði, til dæmis við framkvæmdir tengdar ferðaþjónustu og byggingu íbúðarhúsnæðis, er kærkomið að hið opinbera stuðli að framkvæmdum,“ segir Sigurður Hannesson. „Hafa verður í huga að fjárfesting í innviðum er fjárfesting í hagvexti framtíðar enda leggja traustir innviðir grunn að verðmætasköpun samfélagsins hvort sem litið er til iðnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert