Milt veður næstu daga

Haustlitir. Góður tími til ferðalaga.
Haustlitir. Góður tími til ferðalaga. mbl.is/​Hari

Þótt september sé liðinn fylgja því engin afgerandi kaflaskil í veðráttu, því oft geta í október komið góðir og sólríkir dagar. Þetta segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands á Höfn í Hornafirði.

„Nú þegar komið er fram í október fara haustlægðir að streyma norður yfir Atlantshafið og það má segja að Ísland sé í hraðbraut þeirra. Vissulega er engin regla á þessu frekar en öðru í náttúrunni en lægðunum fylgir oft mikil úrkoma og rok,“ segir Kristín.

Hitastig í Reykjavík í októbermánuði samkvæmt viðmiðunarmeðaltali tímabilsins 1961-1990 er 4,4 gráður. Í október 2017 var hitinn að jafnaði 6,9 gáður, eða 2,5 gráðum yfir meðaltalinu. Í fyrra var hitastigið hins vegar 0,5 undir meðaltalinu. „Tölur eins árs breyta ekki stóra samhenginu, hitastigið er almennt að hækka,“ segir Kristín.

Veðurspá næstu daga er sæmileg. Milt verður í veðri og hiti víða 5-10 stig. Austlægar áttir verða ríkjandi með rigningu syðst en nokkuð bjart fyrir norðan. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert