Bruggframleiðsla stöðvuð á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Akureyri stöðvaði bruggframleiðslu í heimahúsi í gærkvöldi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu mikið magn af áfengi var búið að framleiða en húsráðandi var yfirheyrður vegna málsins.

Jafnframt voru fíkniefni haldlögð í öðru máli sem kom upp á Akureyri í gærkvöldi. Ekki var um mikið magn að ræða, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra.

mbl.is