Ákærður fyrir að keyra á mann

Embætti héraðssaksóknara ákærir í málinu.
Embætti héraðssaksóknara ákærir í málinu. mbl.is/Hjörtur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júlí árið 2015 ekið bifreið á annan mann í innkeyrslu við húsnæði í Garði á Reykjanesi.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi lent á vélarhlíf og síðan framrúðu bifreiðarinnar og hlotið roða á framhandleggjum, eymsli yfir mjöðm og á sköflungi og áverka á eyra og hendi.

Fer sá sem varð fyrir árásinni fram á 900 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins auk þess sem ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert