Sókn lífeyrissjóða í íbúðalán gæti falið í sér meiri áhættu

Nýtt og gamalt. Nýir íbúðarreitir hafa komið á markað í …
Nýtt og gamalt. Nýir íbúðarreitir hafa komið á markað í miðborginni.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir sjóðinn vel í stakk búinn til að takast á við verðsveiflur á húsnæði. Tilefnið er sú niðurstaða Seðlabankans að áhætta á íbúðamarkaði hafi aukist. Til dæmis gæti íbúðaverð lækkað í miðborginni.

Lífeyrissjóðirnir hafa styrkt stöðu sína á markaði með íbúðalán. Birtist það m.a. í því að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur endurskoðað útlánaskilyrði. Vöxtur útlána muni að óbreyttu leiða til ójafnvægis í áhættudreifingu. Ekki náðist í fulltrúa sjóðsins vegna þessa.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, mikla ásókn í íbúðalán hjá sjóðnum. „Það er ekkert sem bendir til að eftirspurnin sé að dragast saman,“ segir Harpa. Viðmælandi blaðsins í lífeyrissjóðakerfinu taldi aðspurður að meirihlutastöðu bankanna á íbúðalánamarkaði væri ógnað. Neytendur leituðu í bestu kjörin. Sú þróun getur aftur haft áhrif á verðmæti eignarhluta ríkisins í bönkum.

Annar viðmælandi taldi að þótt áhætta sjóðanna af íbúðalánum kynni að aukast vegna aukinnar óvissu hefði hækkandi fasteignaverð síðustu misseri styrkt veðin í eignunum. Heilt yfir væri þetta ekki mikið áhyggjuefni. Fram kemur í nýjum Fjármálastöðugleika að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé að þyngjast og vanskil að aukast í byggingariðnaði og ferðaþjónustunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert