Snjóar á Hollywood-stjörnur á Húsavík

Veturinn boðaði komu sína norðan heiða í nótt.
Veturinn boðaði komu sína norðan heiða í nótt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eilítil snjókoma mældist á Norðurlandi í nótt og vöknuðu íbúar á Dalvík og Húsavík upp við næfurþunna hvíta hulu í morgun, þá fyrstu í vetur. Í samtali við mbl.is segir Helga Ívarsdóttir að snjókoma næturinnar hafi verið bundin við Norðurland, einkum í námunda við Dalvík þar sem mældist 1 cm þykkt lag af snjó. „En þetta bráðnar örugglega í dag,“ segir hún.

Á Húsavík er margt um manninn þessa dagana, en þar standa yfir tökur á Eurovision-kvikmynd sem leikarinn Will Ferrell framleiðir fyrir Netflix. Þrátt fyrir mikið umstang í bænum var rólegt um að litast í skrúðgarði Húsvíkinga á tíunda tímanum í morgun er Hafþór Hreiðarsson, fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins á Húsavík átti leið um garðinn. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert