Ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært manninn fyrir meiri háttar skattalagabrot.
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært manninn fyrir meiri háttar skattalagabrot. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, bókhaldsbrot og peningaþvætti með því að hafa ekki staðið skil á tæplega 24 milljóna króna virðisaukaskatti í tengslum við sjálfstæðan atvinnurekstur sinn.

Samkvæmt ákæru málsins stóð maðurinn ekki skil á 21,7 milljóna króna virðisaukaskatti árið 2017 og 2,1 milljón króna virðisaukaskatti árið 2018.

Er hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af brotunum í þágu atvinnurekstursins og eftir atvikum í eigin þágu.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert