Fleiri greinast með lekanda

Smokkur er ákjósanleg vörn gegn kynsjúkdómum.
Smokkur er ákjósanleg vörn gegn kynsjúkdómum. AFP

Lekandatilfellum fer enn fjölgandi en klamydíusýking er enn algengasti kynsjúkdómurinn hér á landi, að því er fram kemur í nýbirtum Farsóttafréttum Embættis landlæknis.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa 95 einstaklingar greinst með lekanda, 85 karlar og 10 konur en sjúkdómurinn greinist helst hjá íslenskum körlum. Hins vegar hefur dregið úr aukningu sárasóttar yfir sumarmánuði ársins en 28 greindust með sjúkdóminn á fyrrgreindu tímabili, þar af voru 25 karlar og 3 konur.

Tilfelli klamydíusýkinga eru færri nú en á árunum á undan, en 1.315 einstaklingar hafa greinst með sýkinguna það sem af er ári og greinast jafnan fleiri konur en karlar með sjúkdóminn. 602 karlar og 713 konur greindust með sjúkdóminn á fyrstu níu mánuðum ársins.

Á tímabilinu greindust 28 einstaklingar með sárasótt, þar af 25 karlar og 3 konur og 26 einstaklingar með HIV-sýkingu, þar af 21 karl og 5 konur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert