Alþingismenn eru á faraldsfæti

Alþingismenn eru á faraldsfæti þessa dagana.
Alþingismenn eru á faraldsfæti þessa dagana. Eggert Jóhannesson

Alþingismenn eru á faraldsfæti um þessar mundir. Alls sitja 10 þingmenn fundi og þing víðs vegar um heiminn þessa vikuna, auk þriggja starfsmanna Alþingis. Fjórir þingmenn sitja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 13.-25. október. Þeir fara einnig í vinnuheimsókn til Washington.

Þingmennirnir eru Birgir Þórarinsson, Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy. Athygli vekur að þeir eru allir úr sama kjördæminu, Suðurkjördæmi.

Þrír þingmenn sitja ársfund NATO-þingsins í London dagana 11.-14. október. Þeir eru Njáll Trausti Friðbertsson, Willum Þór Þórsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Með í för er Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, starfsmaður skrifstofu Alþingis.

Sömuleiðis sitja þrír þingmenn haustþing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) dagana 13.-17. október í Belgrad. Þeir eru Ágúst Ólafur Ágústsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Á. Andersen.

Arna Gerður Bang, starfsmaður skrifstofu Alþingis, er með þeim í för.

Sigríður Á. Andersen situr einnig fund formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna (NB8) sem fram fer dagana 13.-14. október í Stokkhólmi. Henni til trausts og halds verður Stígur Stefánsson, starfsmaður á skrifstofu Alþingis.

Varamenn taka sæti fyrir a.m.k. fjóra þingmenn á meðan fundirnir standa yfir. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert