Áfram stormur undir Eyjafjöllum

Áfram verður hvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. …
Áfram verður hvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Ekki þó svo hvasst að fossar fari að fjúka, líkt og dæmi eru um. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Áframhaldandi austanátt verður á landinu í dag en dregur þó heldur úr henni víðast hvar, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Undir Eyjafjöllum má þó búast við stormi fram yfir hádegi og á Suðausturlandi fram að kvöldi, einkum í Öræfum. Gular viðvaranir eru í gildi þar sem vindhviður geta farið yfir 40 m/sek. sem er varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. 

Síðar í dag mun draga úr úrkomunni, en einhver væta verður þó á austanverðu landinu. Á Vesturlandi léttir jafnvel víða til í dag.

Á morgun heldur austanáttin áfram með einhverri vætu á Norðausturlandi, annars þurrt og kólnar í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert