Ákærðir fyrir fíkniefnasmygl með Norrænu

Mennirnir, sem eru með rúm­enskt og þýskt rík­is­fang, komu til …
Mennirnir, sem eru með rúm­enskt og þýskt rík­is­fang, komu til Íslands með Nor­rænu í fyrra­sum­ar á sömu skil­ríkj­um og nú og á sama bíln­um og fíkni­efn­in voru fal­in í nú. mbl.is/Þorgeir

Menn­irn­ir tveir sem hand­tekn­ir voru við komu Nor­rænu til Seyðis­fjarðar 1. ág­úst hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Mönnunum var birt ákæran í gær og hefur gæsluvarðhaldi yfir þeim verið framlengt. 

Í ákæru héraðssaksóknara, sem RÚV greinir frá, segir að mennirnir, Þjóðverji og Rúmeni, hafi í byrjun ágúst smyglað tæpum 38 kílóum af amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi. 

Fíkniefnin voru falin innan í farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper og krafist er upptöku á bílnum í ákærunni. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir komu til Íslands með Nor­rænu í fyrra­sum­ar á sömu skil­ríkj­um og nú og á sama bíln­um og fíkni­efn­in voru fal­in í nú.

Í ákærunni segir að fíkniefnin sem um ræðir voru sterk, þannig var amfetamínið 70 prósent að meðalstyrkleika og kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem yfirvöld hér landi hafa lagt á í einu lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka