Beggi sökk, en er kominn á flot

Beggi hífður upp á bryggju í Húsavík.
Beggi hífður upp á bryggju í Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Björgunarsveitarmenn og kafarar voru kallaðir til þegar Beggi ÞH 353, 7-9 tonna trilla sökk í höfninni í Húsavík í morgun. Enginn var um borð í bátnum. Björgunarsveitarmenn og kafari voru kvaddir á staðinn og tókst að draga Begga á flot þar sem dælt var úr honum. Óvíst er hvers vegna hann sökk.

„Við sáum um tíu leytið í morgun að báturinn hékk í landfestutoginu,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri í Norðurþingi. „Það hefur komið einhver leki að honum, okkur virðist svona við fyrstu sýn að það hafi verið að gerast í rólegheitunum.“

Beggi í lausu lofti er verið var að hífa hann …
Beggi í lausu lofti er verið var að hífa hann upp á bryggjuna í Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þórir segir að nú verði kannað hvað olli því að Beggi sökk.

Hann segir að nokkrir björgunarsveitarmenn og kafari hafi verið kallaðir til og eigandinn hafi fengið verktaka með gröfu til að ná Begga upp. „Hann virðist óskemmdur,“ segir Þórir. „Næsta skrefið er að hífa hann upp á bryggju og skoða hann betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert