Brotajárn hefur hrunið í verði síðustu misserin

Brotajárn í Klettagörðum í Reykjavík.
Brotajárn í Klettagörðum í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verð á brotajárni hefur lækkað um tæp um 40% frá byrjun síðasta árs. Daði Jóhannesson, forstjóri Hringrásar, segir verndartolla eiga þátt í lækkuninni undanfarið. Þannig hafi Bandaríkjastjórn sett toll á tyrkneskt stál sem aftur hafi áhrif á íslenskan markað. Stærstur hluti brotajárnsins frá Íslandi sé enda fluttur til Tyrklands.

Hringrás hafi lækkað verðið um síðustu mánaðamót um nærri 20%. „Það er heldur lítil lækkun miðað við verðþróunina. Við gerum þetta í þeirri von að botninum sé náð og að verðið sé hætt að lækka eftir stöðugar lækkanir í talsverðan tíma. Þeir sem þurfa að losna við brotajárn eru fæstir í aðstöðu til að sitja á því í von um að verðið hækki,“ segir Daði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann aðspurður að ástand efnahagsmála í heiminum hafi mikil áhrif á þennan markað. „Það eru nefndar þrjár ástæður fyrir því að stálverð er að lækka. Brotajárnið er beintengt því. Það er í fyrsta lagi tollastríð milli Bandaríkjanna og Tyrklands og í öðru lagi Brexit, sem veldur óvissu sem aftur veldur því að menn halda að sér höndum. Í þriðja lagi er almennt að hægjast á efnahagslífinu í heiminum sem leiðir til minnkandi eftirspurnar eftir stáli,“ segir Daði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert