„Ástandið er erfitt en hún er rosalega sterk“

Parið Rahmon Anvarov og Sólrún Alda Waldorff slösuðust alvarlega í …
Parið Rahmon Anvarov og Sólrún Alda Waldorff slösuðust alvarlega í eldsvoða í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

„Við tökum bara einn dag í einu. Ástandið er erfitt en hún er rosalega sterk eins og íslenskur víkingur,“ segir Þórunn Alda Gylfadóttir móðir Sólrúnar Öldu Waldorff sem liggur alvarlega slösuð á spítala í Svíþjóð eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð hennar og Rahmon Anvarov kærasta hennar á miðvikudaginn. 

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir þau þar sem fyrirséð er að þau eigi eftir að dvelja á sjúkrastofnun í talsverðan tíma og eftir það tekur við endurhæfing. Frá þessu var fyrst greint á vef Mannlífs í dag. 

Flogið var með Sólrúnu á sjúkrahús í Svíþjóð á fimmtudaginn. Kærasti hennar liggur á Landspítalanum í Reykjavík. 

„Við viljum skila miklu þakklæti til starfsfólks Landspítalans, til Landhelgisgæslunnar og til allra sem hafa stutt okkur og sýnt hlýhug. Það hjálpar okkur mikið,“ segir Þórunn Alda.   

Þórunn er í Svíþjóð auk föður hennar Þórði Waldorff og stjúpföður, Pétri Karlssyni. Þau flugu öll út á fimmtudaginn. 

„Við ákváðum að fara í þessa söfnun því þau misstu allt í íbúðinni þar sem hann leigði herbergi í. Þetta verður langur tími í endurhæfingu, jafnvel heilt ár,“ segir Þórður Waldorff faðir Sólrúnar. Að minnsta kosti tveggja mánaða spítaladvöl er framundan hjá þeim. 

Á föstudagskvöld var efnt til bæna­stund­ar í Grind­ar­vík­ur­kirkju fyr­ir þau sem vinkonur Sólrúnar stóðu fyrir.

Reikningsnúmer: 0370-26-014493 Kennitala: 191193-2379



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert