Skoða sérstaklega eldsneytisstöðu og hreinsun brauta

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair.

„Það er ekki algengt að lýst sé yfir neyðarástandi vegna eldsneytis,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við Morgunblaðið, en hann vinnur nú að rannsókn alvarlegs flugatviks sem átti sér stað á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn mánudag.

Lýstu þá flugmenn farþegaþotu Icelandair frá Seattle í Bandaríkjunum yfir neyðarástandi vegna lágrar eldsneytisstöðu og lentu í kjölfarið á lokaðri flugbraut. Var flugbrautin lokuð eftir annað alvarlegt flugatvik þar sem lítil vél fór út af braut. Allir komust heilir frá báðum atvikum.

Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að búið sé að fjarlægja flugrita Icelandair-þotunnar og verða þeir skoðaðir í tengslum við rannsóknina. Ragnar segist nú vera að vinna í því að safna gögnum, meðal annars frá Isavia, ræða við flugmenn, flugvallarstarfsmenn og aðra hlutaðeigendur.

„Þetta eru í raun tvö mál. Annars vegar fer flugvél út af braut og hins vegar lýsir önnur vél yfir neyðarástandi og lendir á lokaðri flugbraut,“ segir hann og bendir á að rannsókn muni einkum beinast að eldsneytisstöðu farþegaþotunnar, hreinsun flugbrauta og stöðu varaflugvalla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert