Ætla að gefa þúsund flugmiða

Frá kynningunni á flugfélaginu Play.
Frá kynningunni á flugfélaginu Play. mbl.is/Hari

Flugfélagið Play ætlar að gefa 1.000 flugmiða á vefsíðu sinni. Samkvæmt orðum forstjóra nýja flugfélagsins, Arnars Más Magnússonar, er hægt að skrá sig strax á vef félagsins, flyplay.com og komast þannig fremst í röðina.

Á vef félagsins kemur fram að miðasala eigi að hefjast strax í þessum mánuði.

Play vill standa fyrir stundvísi, einfaldleika, hagstætt verð og gleði, samkvæmt því sem fram kom í kynningu forstjórans.

Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, á kynningunni í morgun.
Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, á kynningunni í morgun. mbl.is/Hari

„Við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már og sagði hann samningagerð hafa gengið vel að undanförnu með það að markmiði.

mbl.is