Örmagna eftir 14 klukkustunda ferð

Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand …
Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand konunnar í gærkvöldi. Henni var svo vísað af landi brott í morgun. Ljósmynd/No Borders Iceland

Samtökin No Bor­ders Ice­land greina frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að 26 ára gamla albanska konan, sem vísað var frá Íslandi í morgun, hafi verið á ferðinni í 14 klukkustundir og sé nú stödd í Vín í Austurríki.

Þar séu hún og fjölskylda hennar en þau hafa farið í þrjár flugferðir í dag. Konan ber barn undir belti og er komin 36 vikur á leið.

Hún er búin að vera vakandi í einn og hálfan sólarhring og búin að vera undir eftirliti og valdi lögreglu síðan 18.00 í gærkvöldi,“ segir í Facebook-færslunni. Því er bætt við að konan sé örmagna.

Fram kom í Kastljósi í kvöld að starfsmenn Útlendingastofnunar sáu ekkert athugavert við framkvæmdina eða hvernig var staðið að brottflutningi konunnar í þessu máli. Þeir voru sammála mati starfs­manna stoðdeild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra sem fram­kvæmdu brott­flutn­ing­inn í nótt. 

mbl.is