Tengiltvinnbílar 10% af nýjum bílum

Hlaða þarf fleiri bíla.
Hlaða þarf fleiri bíla. mbl.is/​Hari

Nýorkubílar, það eru tengiltvinnbílar, hybrid-bílar, rafbílar og metanbílar, eru 26,6% af nýskráðum fólksbílum það sem af er þessu ári til 1. nóvember.

Tengiltvinnbílar eru 10% af heildarsölu ársins á nýskráðum fólksbílum, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu (BGS).

Stjórnvöld áforma að afnema virðisaukaskattsívilnun af tengiltvinnbílum í lok næsta árs. Viðmælendur úr bílgreininni telja að það sé of snemmt og of bratt að afnema ívilnunina í einni svipan. Innleiðing rafbílavæðingar þurfi lengri aðlögunartíma og þar geti tengiltvinnbílar gegnt stóru hlutverki, að því er fram kemur í umfjöllun um rafbílavæðinguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert