5.500 bólusett gegn mislingum í ár

Bólusett við mislingum.
Bólusett við mislingum. mbl.is/​Hari

Það sem af er árinu hafa 5.500 fullorðnir einstaklingar, fæddir árið 2000 eða fyrr, verið bólusettir gegn mislingum, samanborið við 614 allt árið í fyrra.

Flestir voru bólusettir í kjölfar þess að takmarkaður mislingafaraldur kom upp hér í febrúar.

Mislingar eru skæður smitsjúkdómur sem getur leitt til dauða. Ný rannsókn, sem birtist í tímaritinu Science, bendir einnig til þess að mislingaveiran eyði mótefnum sem myndast hafa gegn öðrum barnasjúkdómum og börn þurfi því að reisa varnir líkamans upp á nýtt.

Læknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina segja að hún undirstriki mikilvægi bólusetningar gegn mislingum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »