Fundvís borgari fann veski með kókaíni

Fundvís borgari afhenti lögreglunni veski sem innihélt kókaín.
Fundvís borgari afhenti lögreglunni veski sem innihélt kókaín. mbl.is/Hari

Vegfarandi í Keflavík fann veski utandyra í vikunni og í því var poki með hvítu efni sem hann taldi að væri kókaín. Í því var einnig pakkning af kamagrageli Hann fór með veskið rakleiðis til lögreglunnar á Suðurnesjum. 

Í veskinu voru skilríki en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að  hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð. Hann samþykkti að undirgangast sýnatökur á lögreglustöð og var niðurstaða þeirra jákvæð á neyslu kókaíns.

Í hefðbundnu eftirlit lögreglunnar fann hún um 20 grömm af kannabisefnum hjá húsráðanda í umdæminu. Enn fremur framvísaði farþegi í bifreið, sem stöðvuð var við eftirlit, kannabisefni sem viðkomandi var með á sér. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

mbl.is