Tveggja hreyfla vél í vanda

Absalon í Reykjavíkurhöfn rétt í þessu.
Absalon í Reykjavíkurhöfn rétt í þessu. Ljósmynd/Aðsend

Tveggja hreyfla flugvél missti mótor á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur verið gert viðvart. Einn er um borð, en samkvæmt upplýsingum mbl.is var vélin á leið til Grænlands þegar bilunin varð.

Á þessari stundu er lítið vitað um atvikið. Mbl.is hefur þó heimildir fyrir því að danska varðskipið Absalon sé að undirbúa brottför úr höfn í Reykjavík vegna þessa. Nokkrir Íslendingar voru um borð í danska varðskipinu þegar kallið barst og var þeim vísað frá borði. Varðskipið þeytti lúðra sína til að láta vita af brottförinni.

Þá hefur mbl.is einnig heimildir fyrir því að vélin sé nú á flugi yfir föstu landi í Grænlandi og er áformað að reyna að lenda í Nassasúak, sem er á syðsta odda Grænlands.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert