SA segir að reglur séu skýrar

Formaður Blaðamannafélags Íslands(BÍ) telur að verkfallsbrot hafi verið framin hjá mbl.is og RÚV í verkfalli félagsins í gær. Fréttir voru skrifaðar á vefjum beggja miðla á meðan verkfalli stóð og verktaki sinnti starfi tökumanns á RÚV.

Framkvæmdastjóri SA segir skýrt að félagar í öðrum stéttarfélögum eigi að sinna sínum störfum og stjórnendum sé heimilt að ganga í störf undirmanna.

Samkvæmt skilningi BÍ er ekki nóg að blaðamenn leggi niður störf heldur mega fréttir ekki birtast á vef miðlanna. „Það hryggir mig að fólk stundi verkfallsbrot,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Hann segir að málin fari fyrir Félagsdóm.

Halldór Benjamín Þorbergsson hjá SA, segir að reglur séu skýrar. Verkföll nái til félagsmanna stéttarfélags sem sinni tilteknum störfum. „Eðli málsins samkvæmt eiga félagar í öðrum stéttarfélögum að sinna sínum störfum eins og áður og síðan er stjórnendum heimilt að ganga í störf undirmanna sinna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert