Magnús Geir lýkur störfum á RÚV á föstudag

Tilkynnt var í byrjun nóvember að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og …
Tilkynnt var í byrjun nóvember að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði ákveðið að skipa Magnús Geir í starf þjóðleikhússtjóra. mbl.is/Þórður

Magnús Geir Þórðarson lætur af starfi sínu sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins á föstudag og verður starfið í kjölfarið auglýst um helgina. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, verður starfandi útvarpsstjóri frá og með föstudegi.

Tilkynnt var í byrjun nóvember að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði ákveðið að skipa Magnús Geir í starf þjóðleikhússtjóra. Magnús Geir hefur störf sem þjóðleikhússtjóri 1. janúar 2020 og gildir skipanin í fimm ár.

mbl.is