Lýstu upp hlíðar Esjunnar

Ljósafoss í Esjunni árið 2019.
Ljósafoss í Esjunni árið 2019. Ljósmynd kom frá Ljósinu

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fór fram síðdegis í gær þegar um 400 manns komu saman og lýstu upp fjallshlíðarnar til að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar krabbameinsgreindra.

Ljósmynd kom frá Ljósinu

Meðal þeirra sem gengu voru  Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og at­vinnu­málaráðherra, og flokks­syst­ir hans, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, sem sótt hef­ur þjón­ustu í Ljósið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Áður en gengið var upp hituðu Ari Eldjárn og Biggi Sævars upp og skemmtu göngufólki.

Ljósmynd kom frá Ljósinu

Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, segir í tilkynningu: „Við fengum dásamlegt veður þó það hafi komið hressandi él rétt áður en við lögðum í hann. Mætingin var mjög góð, við eigum vart orð yfir öllum stuðninginum og velvildinni. Alveg hreint dásamlegt að fagna 10. Ljósafossinum okkar í þessum flotta félagsskap.“

Ljósmynd kom frá Ljósinu

Í hverj­um mánuði nýta yfir 450 manns þjón­ustu Ljóss­ins sem er end­ur­hæf­ing­ar-og stuðnings­miðstöð fyr­ir krabba­meins­greinda og aðstand­end­ur þeirra.

Ljósmynd kom frá Ljósinu
Ljósmynd kom frá Ljósinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert