Bolvíkingar vilja ekki sameiningu

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Bolvíkingar virðast almennt vera andsnúnir sameiningu við önnur sveitarfélög og þá sérstaklega ef ræða á sameiningu við Ísafjarðarbæ.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum íbúakönnunar sem MMR gerði að beiðni Bolungarvíkurkaupstaðar 23. og 24. október og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Þegar spurt var um hversu jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart mögulegri sameiningu Bolungarvíkur við annað sveitarfélag voru 82% mjög eða frekar neikvæð gagnvart sameiningu við annað sveitarfélag. Einnig var spurt hvað fólki þætti líklegt að það myndi kjósa ef kosið yrði í dag um sameiningu Bolungarvíkur við Ísafjarðarbæ og sögðust 93% myndu hafna slíkri sameiningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert