Tveir réðust á einn og beittu ofbeldi

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tveir menn réðust á mann í Breiðholtinu (hverfi 111) á þriðja tímanum í nótt og veittu honum áverka. Þegar lögregla kom á vettvang voru árásarmennirnir farnir af vettvangi en sá sem varð fyrir árásinni telur sig þekkja þá. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans en ekki er vitað hversu alvarlegir áverkarnir eru.

Lögreglan hafði afskipti af ofurölvi manni við Barónsstíg um kvöldmatarleytið í gær og er hann vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Líkt og flesta daga ársins hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af nokkrum einstaklingum sem ákváðu að setjast undir stýri eftir að hafa neytt áfengis eða fíkniefna.

Klukkan 19:26  stöðvaði lögreglan bifreið á Vesturlandsvegi og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 

Klukkan 19:38 var bifreið stöðvuð af lögreglu í Austurbænum (hverfi 104). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.

Klukkan 19:40  var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði af lögreglu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Klukkan 00:50 stöðvaði lögreglan för ökumanns í Hafnarfirðinum sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 02:08 var bifreið stöðvuð í Vesturbænum (hverfi 107). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 02:45 stöðvaði lögreglan bifreið í Breiðholti (hverfi 111). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert