Sr. Ninna nýr prestur í Hveragerði

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir mbl.is/Sigurður Bogi

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir hefur valin sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli. Kosning fór fram sl. þriðjudag. Prestakallið nær yfir Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir.

Ninna Sif, sem býr í Hveragerði, hefur þjónað sem prestur á Selfossi síðastliðin 10 ár. Fyrst sem æskulýðsfulltrúi frá 2009 en vígðist til prestsþjónustu þar 2011. Þá er hún formaður Prestafélags Íslands.

mbl.is