Stefnir í stærðar ráðstefnuár

Harpa er vinsæll staður fyrir ráðstefnuhald.
Harpa er vinsæll staður fyrir ráðstefnuhald.

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) finnur ekki fyrir samdrætti í ferðaþjónustu, að sögn framkvæmdastjóra félagsins, Sigurjónu Sverrisdóttur.

Ráðstefnum hefur fjölgað mjög síðustu ár og er útlit fyrir að þær verði enn fleiri á næsta ári, segir Sigurjóna í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er búið að vaxa mjög vel og fjöldi ráðstefna með fleiri gestum en 1.000 hefur tólffaldast í Hörpu síðan hún var opnuð. Það eru náttúrulega rosalega flottar tölur.“

Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur það að markmiði að markaðssetja Reykjavík sem ráðstefnuborg.

Um ástæður fyrir aukningunni segir Sigurjóna:

„Þetta er árangur af átta ára vinnu hjá okkur. Þetta er rosalega ötult starf í að markaðssetja Ísland fyrir ráðstefnur og það er að skila sér.“

Einnig hefur tilkoma Hörpu haft mikil áhrif, en hún fær erlenda aðila í ráðstefnuhugleiðingum til að horfa til Íslands, að sögn Sigurjónu.

„Margir horfa til Hörpu til að byrja með en fikra sig svo á þann stað í Reykjavík sem hentar best.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »