„Þetta er ekki góð könnun“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fáum á hverju kjörtímabili á milli 60-70 skoðanakannanir. Þær geta verið allavega. Þetta er ekki góð könnun. Ég fékk aðra könnun fyrir hálfum mánuði sem var miklu betri.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem mælir flokkinn með 18,1% sem er minnsta fylgi sem fyrirtækið hefur mælt flokkinn með.

Rétt að spyrja að leikslokum

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist áður lægst í könnun MMR í september eða 18,3% en hefur nú náð nýjum lægðum. Flokkurinn tapar þremur prósentustigum frá síðasta mánuði og virðist fylgið fara beint yfir á Miðflokkinn sem mælist með 16,8% og bætir við sig álíka fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn tapar eða 3,3 prósentustigum.

Miðflokkurinn hefur ekki áður mælst með jafn mikið fylgi samkvæmt könnunum MMR og munar einungis 1,3 prósentustigum á flokknum tveimur sem er innan vikmarka könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þó stærsti flokkurinn og er Miðflokkurinn næst stærstur.

Bjarni segir aðspurður að það sé að sjálfsögðu rétt að spyrja að leikslokum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina