Þrír unnu fjóra milljarða

Þrír heppn­ir lottó­spil­ar­ar eru rúm­lega fjórum milljörðum króna rík­ari hver eft­ir að dregið var í EuroJackpot-lottó­inu í kvöld.

Tveir vinningsmiðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.

Átta miðahafar hlutu annan vinning og fær hver þeirra 398 milljónir króna í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi og einn í Ítalíu og Danmörku.

Alls hlutu 19 miðahafar þriðja vinninginn og fá tæpar níu milljónir króna í sinn hlut. Allir miðarnir, nema einn, voru keyptir í Þýskalandi.

Enginn var með fyrst vinning í jóker í kvöld en þrír miðahafar hljóta annan vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í lottó appinu, á lotto.is og sá þriðji var í áskrift. 

mbl.is