Komin með myndefni af árásinni

Ráðist var á dyraverðina fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur …
Ráðist var á dyraverðina fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefur rætt við tvo af þremur dyravörðum sem ráðist var á í miðbæ Reykjavíkur í nótt og er komin með myndefni af árásinni. Þremenninganna sem réðust á dyraverðina er enn leitað.

Guðmund­ur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi segir að fórnarlömbin hafi sloppið tiltölulega vel miðað við það hversu harkaleg árásin var. Sparkað var í höfuð eins dyravarðar og var hann fluttur með forgangi á bráðadeild en hinir tveir hlutu einnig sár. 

„Vitni voru yfirheyrð í dag og tveir árásarþolar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætir því við að myndefni sé komið í hús en árásarmennirnir séu ekki komnir þangað.

Eins og kom fram fyrr í dag voru atvik með þeim hætti að dyraverðir voru að vísa mönnunum út af skemmtistað þar sem þeir höfðu látið ófriðlega. Við það veittust mennirnir að dyravörðunum, slógu einn niður og spörkuðu í höfuð hans, réðust síðan á ann­an dyra­vörð með glerg­lasi sem brotnaði á höfði manns­ins og slógu síðan þriðja dyra­vörðinn niður.

Guðmundur vill ekkert taka fram hvað kom fram í máli þeirra sem urðu fyrir árásinni í dag en segir málið komið á góðan snúning. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert