Gestir víða að hjá fötluðum

Sveppi skemmti á jólahátíð fatlaðra fyrir tveimur árum og verður …
Sveppi skemmti á jólahátíð fatlaðra fyrir tveimur árum og verður á sínum stað á miðvikudagskvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jólahátíð fatlaðra verður á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi miðvikudagskvöld og er gert ráð fyrir um 2.000 gestum víða að.

André Bachmann hefur staðið fyrir skemmtuninni frá byrjun og í samvinnu við hótelið undanfarin ár. „Umfangið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði með fyrstu skemmtunina í Kassagerðinni,“ segir hann og bendir á að hann hafi viljað gleðja fjölfatlaðan son vinar síns með þessum hætti. „Þá var ég bara einn á sviði með hljómsveit minni og 40 til 50 gestir, en undanfarin tvö ár hafa mætt um tvö þúsund manns og ég geri ráð fyrir svipuðum fjölda í ár.“

Í fyrstu voru gestir einkum úr borginni en nú koma þeir víða að eins og til dæmis frá Sólheimum, Selfossi, Suðurnesjum og Akranesi. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir André um þennan fasta viðburð í desember. Formleg dagskrá hefst klukkan 19.30 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert