Hafa selt 20 milljón bækur

Arnaldur Indriðason rithöfundur hefur dregið vagninn í bókasölu í útlöndum.
Arnaldur Indriðason rithöfundur hefur dregið vagninn í bókasölu í útlöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Turnarnir þrír í íslenskum spennusagnaheimi; Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, hafa náð frábærum árangri á heimsvísu á liðnum árum.

Þau hafa samanlagt selt yfir 20 milljónir bóka og virðast vinsældir þeirra aukast ár frá ári, að því  er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Arnaldur hefur selt ríflega 14 milljónir bóka, Yrsa yfir fimm milljónir og Ragnar rauf nýverið milljón eintaka múrinn. Til samanburðar er talið að bækur nóbelsskáldsins Halldórs Laxness hafi alls selst í um tíu milljón eintökum.

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að það sé óneitanlega mjög merkilegt að íslenskir höfundar hafi náð slíkum árangri í sölu á heimsvísu. Hann telur að nokkrir þættir spili inn í vinsældir krimmahöfundanna en þó ekki síst mikil vinna. „Þau hafa sjálf lagt töluvert upp úr því að rækta góð samskipti við útgefendur og lesendur í þessum löndum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert