Samþykktu frumvarpið með fyrirvörum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fjölmiðlafrumvarpið verður lagt fram með …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fjölmiðlafrumvarpið verður lagt fram með afbrigðum í vikunni. mbl.is/Hari

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi í dag úr þingflokknum frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Samþykkt Sjálfstæðisflokksins er háð nokkrum fyrirvörum, meðal annars þeim að tekið verði á umfangi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem leggur frumvarpið fram, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að gildistaka frumvarpsins yrði 1. janúar 2020 en það sama kom fram í máli ráðherra í kvöld.

Búið er að tryggja 400 millj­ón­ir króna í rík­is­fjár­mála­áætl­un fyr­ir fjöl­miðlafrum­varpið. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu fengið nokkrum atriðum frumvarpsins breytt og þannig hefði það verið afgreitt frá flokknum. Helstu áherslurnar þar snúi að umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

mbl.is