Biskup leigir í Katrínartúni til sjö ára

Í Katrínartúni.
Í Katrínartúni. mbl.is/Styrmir Kári

Biskupsstofa verður í Katrínartúni 4 næstu sjö árin, að minnsta kosti. Gerður var leigusamningur til sjö ára þegar Biskupsstofa flutti þangað af Laugavegi fyrr í vetur.

Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, segir í Morgunblaðinu í dag að ódýrara sé að leigja í Katrínartúni en miðbænum. Hugmyndin með flutningunum sé að draga úr rekstrarkostnaði og nota fjármunina frekar í þjónustu.

Biskupsstofa hefur verið á Laugavegi 31 frá árinu 1994, virðulegu húsi við aðalverslunargötu bæjarins. Húsið er í eigu kirkjumálasjóðs og er til sölu. Pétur segir að talsvert hafi verið spurt um eignina og þjóðkirkjan sé reiðubúin að skoða alla möguleika í því efni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert