Voldugur bænaturn reistur í Hlíðunum

Ný ásýnd Mínarettan við gamla Ýmishúsið í Skógarhlíð vekur athygli …
Ný ásýnd Mínarettan við gamla Ýmishúsið í Skógarhlíð vekur athygli vegfarenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mínarettan er táknræn, rétt eins og kross á kirkjum,“ segir Karim Askari, stjórnarformaður Stofnunar múslima á Íslandi.

Stór og vegleg mínaretta, eða bænaturn, er risin við mosku félagsins í Skógarhlíð. Mínarettan er rúmir þrettán metrar á hæð og alls fóru yfir 1.200 kíló af stáli í hana. Hún er ekki fullgerð því enn á eftir að setja á hana álklæðningu, skraut og ljósabúnað á toppnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta verður mjög fallegt og táknrænt fyrir það frelsi og umburðarlyndi sem hér ríkir í garð allra trúfélaga. Múslimar á Íslandi lifa í sátt og samlyndi við aðra,“ segir Askari, sem segir að mínarettan hafi fyrst og fremst það hlutverk að auka sýnileika moskunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »