Hreinsunarstarf gengur vel

Snjór er yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu.
Snjór er yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið hefur verið að hreinsun gatna og stíga í Reykjavík síðan 3:30 í nótt þar sem mikilvægt er að ljúka því áður en frystir meira. Hreinsunarstarfið gengur vel og útlit fyrir að færðin verði góð áður en flestir leggja af stað til vinnu eða skóla, að sögn verkstjóra á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar sem mbl.is ræddi við í morgun. 

Spáð er kólnandi veðri á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir að það snjói ekki frekar í dag. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag verður norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað á höfuðborgarsvæðinu. Frost 1 til 6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert