Tvær þyrlur sendar í sjúkraflug

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslunni barst á þriðja tímanum í dag tilkynning vegna veikinda skipverja á skipi sem er djúpt undan landi.

TF-LIF, þyrla Gæslunnar, var á flugi og því send á vettvang. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa er búist við því að hún verði komin á áfangastað eftir um tvær klukkustundir.

Vegna þess að farið verður út fyrir 20 sjómílur var önnur þyrla kölluð út, TF-EIR, og verður hún TF-LIF, til taks í sjúkrafluginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert