Strætó ekur Hverfisgötuna á ný

Jólasveinar munu geta ferðast um Hverfisgötuna í strætisvögnum frá og …
Jólasveinar munu geta ferðast um Hverfisgötuna í strætisvögnum frá og með deginum í dag, rétt eins og aðrir. mbl.is/Eggert

Strætó mun hefja akstur um Hverfisgötu á nýjan leik í dag, en þó nokkrar akstursleiðir færðust niður á Sæbraut um miðjan maí vegna framkvæmda á Hverfisgötunni sem stóðu yfir í sumar og lauk nýlega.

Leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 munu frá og með deginum í dag hætta að aka um Sæbraut og fara Hverfisgötu í staðinn, en leið 3 mun halda áfram að aka um Sæbrautina.

Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að næturleiðir muni aka um Hverfisgötu á ný næstu helgi.

mbl.is