Stöðvaður eftir stutta eftirför lögreglu

Lögregla stöðvaði ökumann í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt eftir stutta eftirför. Sá hafði ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu en var að lokum króaður af. Maðurinn var á stolinni bifreið og er grunaður um ölvunarakstur. Hann var vistaður í fangageymslu.

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt þar sem nokkrir menn réðust á einn. Ekki er vitað hverjir gerendurnir eru en þolandi hlaut minni háttar áverka, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Auk þess bárust nokkrar tilkynningar um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is